Los Cristianos

Hótelið er staðsett suðvesturmegin á Tenerife. Arkitektúrinn er í spænskum stíl, á tveimur til þremur hæðum en hægt er að komast á milli hæða í lyftu. Aðeins 400 metrar að ströndinni og nálægt miðbænum. 

Tvær stórar sundlaugar eru í garðinum og ein 'meðferðar' laug (e. therapy pool). Báðar sundlaugar eru með sérstökum handriðum og á sundlaugarbakkanum eru sérhannaðir sólbekkir fyrir hreyfihamlaða. 

Sundlaugavörður vaktar laugina í átta tíma á dag til að tryggja öryggi gesta. 

Herbergin

Herbergin eru rúmgóð, með hjólastólaaðgengi. 

Veitingastaður

Veitingastaðurinn á hótelinu er einstaklega rúmgóður, með sundlaugabar og hlaðborð. Þar er hægt að fá ýmsa alþjóðlega rétti. 

Afþreying

Hótelið leggur mikið upp úr vellíðan gesta sinna og er hentugt fyrir fólk með takmarkaða hreyfigetu. Þar má finna heilsulind sem veitir alls konar meðferðir, til að mynda sjúkraþjálfun, nudd, nálastungur, yoga og margt fleira. 

Einnig er líkamsræktarstöð sem veitir meðal annars einkaþjálfun og íþróttasalur sem er sérstaklega hannaður fyrir hjólastólanotendur. Ýmsar íþróttir eru í boði fyrir alla. 

Fyrir þá sem vilja kafa, þá eru köfunarleiðbeinendur til taks sem aðstoða þig. Falleg og löng strönd er rétt við hótelið. Lagt er sérstaklega upp úr því að hafa gott hjólastólaaðgengi,  en sóhlífar og sólbekkir eru á viðarpalli sem nær alveg að sjónum. Einnig eru rúmgóðar sturtur og klósett við ströndina.

Þeir sem vilja nýta sér þessa aðstöðu geta fengið lykil í móttökunni án gjalds. Strandverðir geta aðstoðað hreyfihamlaða við að fara í sjóinn og nota þeir til þess sérstaka hjólastóla. Sú þjónusta er ókeypis, en gestir verða að panta hana fyrirfram. 

 

Upplýsingar

Av. de Ámsterdam, 8, 38650 Los Cristianos, Tenerife, Spánn

Kort