Mallorca

Hotel HYB Eurocals er fallegt 4 stjörnu fjölskylduhótel á Calas de Mallorca svæðinu staðsett í ca 20 mínútna göngufjarlægð frá strönd.  Á hótelinu eru sundlaugar, barnaklúbbur og vatnagarður.  Íbúðir og herbergi eru björt og falleg, öll með svölum eða verönd.

 

GISTING

Gistirými eru með svölum eða verönd, björt og falleg og loftkæld. Íbúðir eru með verönd, eldhúskrók, kæliskáp, mikró ofn, öryggishólf (aukagjald) Wi-Fi (aukagjald) tveggja manna herbergin og fjölskylduherbergið ( sem er stærra en standard tveggja manna herbergi, eru loftkæld, með kæliskáp, sjónvarp, sófa, síma, öryggishólf (aukagjald) Wi-fi (aukagjald) og með svölum.  Baðherbergi eru með sturtu, hárþurrku og hreinlætisvörur.  Þurrhreinsun og þvottaþjónusta er í boði gegn gjalid.

 

VEITINGAR

Hlaðborðsveitingar, sem í hálfu fæði er  morgunverður og kvöldverður, engir drykkir, en ef valið er "allt innifalið"  bætast við hádegisverður, snarl og innlendir drykkir .

 

AFÞREYING

Skemmtidagskrá og mjög skemmtilegur vatnagarður ( Water park) Sundlaugar fyrir börn og fullorðna, pool, pílukast, borðtennis, bogfimi, leikjaherbergi og dansgólf.

 

Cala Domingo ströndin er ein sú fallegasta í Calas de Mallorca, hótelið býður upp á fría skutlþjónustu  daglega milli kl. 10.00 og 18.15 á 15 mínútna fresti.

 

 

Ferðamenn á Mallorca greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. Upphæðin er breytileg eftir opinberri stjörnugjöf gististaðana. t.d.  4* hótel : EUR 4 pr dag pr mann

Upplýsingar

Carrer de Cala Antena, s/n, 07689 Cales de Mallorca, Illes Balears, Spánn

Kort