VEGNA FRÉTTA AF PRIMERA AIR

Kæri viðskiptavinur,


Í kjölfar frétta af stöðvun Primera Air þar sem félagið hættir flugstarfsemi mun, Travel Service sjá um flug frá og með 2. október og því verður engin breyting á flugáætlun.

Ný ferðagögn með nýju flugnúmeri hafa verið send til þeirra sem eiga bókaða ferð í Primera flug. Athugið: flugtímar eru nánast óbreyttir. Travel Service er eitt stærsta flugfélag Evrópu með 56 vélar í rekstri og er eigandi flugfélagsins Czech Airlines.

Leyfilegur innritaður farangur er 20 kg og handfarangur 5 kg. Ekki er hægt að bóka sæti né auka tösku fyrirfram hjá Travel Service. Aukatöskur þarf að kaupa á flugvellinum. Hér er verðskráin:

  • Aukataska 59 evrur
  • Hvert kíló um fram 20 kg kostar 6 evrur
  • Golfsett kostar 59 evrur

Tekið skal fram að í vetur fljúgum við með Icelandair til Kanarí og Tenerife. Skoðið úrvalið í bókunarvél okkar á vefnum eða kíkið til okkar í Hlíðasmára 19 Kópavogi.

Vanti þig frekari upplýsingar vegna þessara breytinga, vinsamlegast hafðu samband við okkur í síma 514-1400. 


Kær kveðja,

Starfsfólk Sumarferða