IBIZA
Litlar víkur umkringdar bláu Miðjarðarhafinu, fallegir furuskógar og einstakt sólsetur. Ibiza er einstök. Hinn fullkominn dagur á Ibiza er slökun við einstaka strönd eða strandklúbb, flandra um og horfa á litríkt mannlífið, njóta sólseturs í góðum takti undir berum himni ... það er IBIZA! Bátalíf og sólseturVinsælt er að njóta á bátum og snekkjum við strendur Ibiza, dást að sólarupprás og sólsetrinu. Sólsetrið á Ibiza er stórbrotið sem þú mátt ekki missa af í heimsókn þinni á eyjuna, þar eru fjölmargir staðir til að njóta ógleymanlegs sólseturs. Þá er aðeins hálftíma ferjuferð yfir til hinnar glæsilegu eyju Formentera sem er tilvalin dagsferð! HippamarkaðirMarkaðarnir eru enn mjög táknrænir fyrir Ibiza. Þrátt fyrir að flestir þeirra séu aðeins opnir á daginn eru nokkrir þeirra einnig opnir á ákveðnum kvöldum vikunnar, eins og hippamarkaðinn í Las Dalias. Þeir eru alltaf frábær kostur ef þú elskar handverk og lifandi tónlist. Jóga á IbizaJógaparadís þökk sé langri hefð fyrir jóga á eyjunni, góðri aðstöðu, heimsklassa leiðbeinendum og töfrandi náttúrulegum aðstæðum. Næturlíf og tónlistÁ Ibiza eru stærstu og frægustu næturklúbbar í heimi. Á sumrin eru þeir fundarstaður helstu plötusnúða heims. Playa d’en Bossa er partýstaðurinn með frægu klúbbunum, strandklúbbum og sundlaugastöðum.
|
||
|
Best fyrir fjör er Platja d'en Bossa
Lífleg sandströnd með sólbekkjum, kaffihúsum, strandbörum og plötusnúðum.
Nálægt flugvellinum og Ibiza Town.
Staðir fyrir meiri rólegheit á strandlengjunni við Ibiza Town og 20 mín frá flugvelli eru:
Cala Llonga myndræn og friðsæl með fallegri sólarupprás.
Playa de Santa Eulalia skemmtileg strönd þar sem hægt er að njóta frá morgni til kvölds.
Ibiza 30 mín frá flugvelli. Gott svæði góðar strendur eins Cala Gracio sem er eins og ósnortin paradís.
Cala de Bou falleg sólsetur og góður matur!