IBIZA

Litlar víkur umkringdar bláu Miðjarðarhafinu, fallegir furuskógar og einstakt sólsetur. Ibiza er einstök. 

Hinn fullkominn dagur á Ibiza er slökun við einstaka strönd eða strandklúbb, flandra um og horfa á litríkt mannlífið, njóta sólseturs í góðum takti undir berum himni ... það er IBIZA!

Bátalíf og sólsetur

Vinsælt er að njóta á bátum og snekkjum við strendur Ibiza, dást að sólarupprás og sólsetrinu. Sólsetrið á Ibiza er stórbrotið sem þú mátt ekki missa af í heimsókn þinni á eyjuna, þar eru fjölmargir staðir til að njóta ógleymanlegs sólseturs. Þá er aðeins hálftíma ferjuferð yfir til hinnar glæsilegu eyju Formentera sem er tilvalin dagsferð! 

Hippamarkaðir

Markaðarnir eru enn mjög táknrænir fyrir Ibiza. Þrátt fyrir að flestir þeirra séu aðeins opnir á daginn eru nokkrir þeirra einnig opnir á ákveðnum kvöldum vikunnar, eins og hippamarkaðinn í Las Dalias. Þeir eru alltaf frábær kostur ef þú elskar handverk og lifandi tónlist. 

Jóga á Ibiza

Jógaparadís þökk sé langri hefð fyrir jóga á eyjunni, góðri aðstöðu, heimsklassa leiðbeinendum og töfrandi náttúrulegum aðstæðum. 

Næturlíf og tónlist

Á Ibiza eru stærstu og frægustu næturklúbbar í heimi. Á sumrin eru þeir fundarstaður helstu plötusnúða heims. Playa d’en Bossa er partýstaðurinn með frægu klúbbunum, strandklúbbum og sundlaugastöðum. 

Ibiza fyrir hópa hafið samband info@sumarferdir.is eða www.facebook.com/sumarferdir

 

Einstakt tækifæri að skella sér með 31. maí - 6. júní

Upplifðu einstaka fegurð, sólarslökun og meira á þessari frábæru eyju. Tilvalin upplifun fyrir pör!

 

 

 

 

 

 

Best fyrir fjör er Platja d'en Bossa

Lífleg sandströnd með sólbekkjum,  kaffihúsum, strandbörum og plötusnúðum. 

Nálægt flugvellinum og Ibiza Town.

Staðir fyrir meiri rólegheit á strandlengjunni við Ibiza Town og 20 mín frá flugvelli eru: 

Cala Llonga myndræn og friðsæl með fallegri sólarupprás. 

Playa de Santa Eulalia skemmtileg strönd þar sem hægt er að njóta frá morgni til kvölds.

Sant Antoni de Portmany

Ibiza 30 mín frá flugvelli. Gott svæði góðar strendur eins Cala Gracio sem er eins og ósnortin paradís. 

Cala de Bou falleg sólsetur og góður matur!

Gistingar á Ibiza

Mondrian Ibiza er glæsilegt 5 stjörnu hótel aðeins 100 m frá Cala Llonga ströndinni á Ibiza. 2 sundlaugar, fyrsta flokks sólbaðsaðstaða, 3 veitingastaðir og heilsulind tryggja gestum góða dvöl á Ibiza.

Lesa meira

TRS Ibiza er glæsilegt 5 stjörnu hótel með ALLT INNIFALIÐ. Hótelið er staðsett aðeins 250 m frá Cala Gracio-ströndinni á Ibiza. 3 sundlaugar, glæsileg heilsulind, 8 veitingastaðir og líkamsrækt er meðal þess sem TRS Ibiza hefur uppá að bjóða. Njóttu í 5* lúxus á Ibiza. Aðeins fyrir 18 ára og eldri.

Lesa meira

Invisa Hotel La Cala er gott 4 stjörnu hótel staðsett við Santa Eulalia strönd á Ibiza. Sundlaug, sólbaðsaðstaða, veitingastaður og heilsulind býða þín.  

Lesa meira

Hotel Mongibello Ibiza er gott 4 stjörnu hótel hannað í retro stíl og er staðsett 300 m frá Rio de Santa Eularia ströndinni á Ibiza. Sundlaug, sólbaðsaðstaða, veitingastaður og líkamsrækt eru á staðnum.

Lesa meira

Hyde Ibiza er glæsilegt 4 stjörnu hótel aðeins 100 m frá Cala Llonga ströndinni á Ibiza. 2 sundlaugar, fyrsta flokks sólbaðsaðstaða, 3 veitingastaðir og líkamsrækt tryggja gestum góða dvöl á Ibiza.

Lesa meira

Marble Stella Maris er fjölskylduvæn og flott 4 stjörnu hótel aðeins 400 m frá Cala Gracioneta ströndinni á Ibiza. 4 sundlaugar, sólbaðsaðstaða, krakkaklúbbur, barnalaug, skemmtidagskrá og leikvöllur eru m.a. á hótelinu. Fullkomið fyrir fjölskyldur að njóta á Ibiza.

Lesa meira

Iberostar Selection Santa Eulalia er gott 4 stjörnu hótel aðeins 100 m frá S‘Argamassa-ströndinni á Ibiza. 2 sundlaugar, sólbaðsaðstaða og heilsulind eru meðal þess sem er í boði fyrir gesti að nýta sér í sólinni. Aðeins fyrir 18 ára og eldri.

Lesa meira

Hotel Vira Algarb Tarida er notalegt 4 stjörnu hótel aðeins 100 m frá Playa d‘en Bossa-ströndinni á Ibiza. Sundlaug, sólbaðsaðstaða og veitingastaður eru meðal þess sem er í boði fyrir gesti að nýta sér á hótelinu. 

Lesa meira

Hotel Vibra Mare Nostrum er notalegt 4 stjörnu hótel aðeins 150 m frá Playa d‘en Bossa-ströndinni á Ibiza. Sundlaug, sólbaðsaðstaða, tennisvöllur og veitingastaður eru meðal þess sem er í boði fyrir gesti að nýta sér á hótelinu. 

Lesa meira

Hotel Arenal Ibiza er notalegt 3 stjörnu hótel aðeins 40 m frá San Antonio ströndinni á Ibiza. 2 sundlaugar, sólbaðsaðstaða, veitingastaður og líkamsrækt eru á hótelinu. Njóttu vel á Ibiza.

Lesa meira

Aparthotel Nereida er gott 3 stjörnu íbúðarhótel aðeins 550 m frá Playa de Pinet-ströndinni á Ibiza. 2 sundlaugar, sólbaðsaðstaða og skemmtidagskrá. Njóttu vel á Ibiza.

Lesa meira

Hotel Vibra Cala Tarida er gott 3 stjörnu hótel aðeins 150 m frá Cala Tarida-ströndinni á Ibiza. 2 sundlaugar, sólbaðsaðstaða og líkamsrækt eru meðal þess sem er í boði fyrir gesti að nýta sér í sólinni á Ibiza. 

Lesa meira

Vibra Tropical Apartments er 3 stjörnu íbúðarhótel aðeins 400 m frá Figueretes ströndinni á Ibiza. Sundlaug, sólbaðsaðstaða og bar eru meðal þess sem fgestir geta nýtt sér á hótelinu. Njóttu vel á Ibiza.

Lesa meira

Jet Apartments er gott 3 stjörnu, frábærlega staðsett íbúða samstæða á Playa d´en Bossa ströndinni.  Þar er að finna hinn fræga Bora Bora strandklúbb.

Íbúðirnar eru loftkældar með verönd sem snýr út að sjó.

Lesa meira