Costa del Sol

Costa del Sol er strandlengjan á suður Spáni - flogið er til Malaga.  

Það er ekki að ástæðulausu að Costa del Sol er oft kölluð „Paradísin við Miðjarðarhafið“. Þessi suðræðni strandstaður hefur allt upp á að bjóða þeim sem vilja njóta lífsins. Hvítar strendur, fjallaþorp, veðursæld, góðan mat, menningu og sögu. Stutt er til Sevilla höfuðborgar Andalúsíu og enginn má láta ferð til Granada fram hjá sér fara.  

Höfuðstaður svæðisins er Malaga en strandlengjan teygir sig yfir nokkra heillandi strandbæi sem áður voru fiskiþorp. Stærstu bæirnir eru Torremolinos, Benalmadena, Fuengirola og Marbella. Á Costa del Sol er fjölbreytt úrval gististaða, góðar íbúðargistingar og glæsileg hótel.

Áhugavert að skoða

 • Puerto Banus í Marbella
 • Alahamrahöllin í Granada
 • Gíbraltar
 • Malaga borgin

Costa del Sol

 • Flogið er til Malaga (AGP)
 • Flugtími: 4 og hálf klst.
 • Akstur til gististaða
 • Tungumál: Spænska
 • Gjaldmiðill: Evra
 • Sumarhiti:
 • Tími: + 2 klst
 • Landakóði: +34

TORREMOLINOS OG BENALMADENA

Góðar baðstrendur, blátt Miðjarðarhafið ásamt ósnertri náttúru laða ferðamenn til Torremolinos ár eftir ár. Þægilegt veðurfar og úrvals veitingastaðir meðfram ströndinni eru meðal þess sem freistar. Við göngugötuna við Calle San Miguel eru fjölbreyttar verslanir og við enda göngugötunar eru tröppur sem liggja niður að strandlengjunni. Á Costa del Sol eru íbúar gestristnir og öll þjónusta til fyrirmyndar. Í gamla fiskimannaþorpinu La Carehuela er fjöldi fiskiveitingastaða sem vert er að heimsækja. Iðandi mannlíf er á götum og torgum Torremolinos. Meðfram strandlengjunni er göngugatan sem nær alla leið í gegnum Torremolinos og til Benalmadena. Samanlagt er strandlengja þessara bæja um 5 km. Við smábátahöfnina í Puerto Marina er fjörugt mannlíf. Þar er fjöldinn allur af veitingastöðum og börum. Skemmtigarðarnir Tivoli World og sjávardýragarðurinn Sea Life eru staðsettir á Benalmadena.

 

MARBELLA

Mabella er einn þekktasti ferðamannastaður Miðjarðarhafsins. Þar dvelja þeir ríku og frægu í fríinu sínu og er íburður hótela og skemmtistaða í samræmi við það. Ómissandi þáttur í fríinu er að rölta um þröngar göturnar, staldra við á torginu og fá sér hressingu þar sem hver veitingastaðurinn er öðrum betri. Rétt fyrir utan Marbella er Puerto Banús snekkjubátahöfnin þar sem glæsilegustu snekkjur heimsins ligga við akkeri yfir sumartímann. Við höfnina eru allar dýrustu merkjaverslanir heims auk góðra veitingastaða og skemmtistaða. Veðurfarið við Marbella er einstaklega gott því þar er mikið skjól og sjórinn því stilltur. Enginn ætti að yfirgefa Costa del Sol án þess að heimsækja Marbella.

 

FUENGIROLA

Fuengirola á Costa del Sol er vinsæll ferðamannastaður á strandlengjunni en bærinn skartar breiðri strandlengju og göngugötu sem liggur meðfram ströndinni og teygir sig inn í smærri þorp meðfram henni.

Fuengirola var áður fyrr lítið sjávarþorp en hefur þróast í líflegan og skemmtilegan strandbæ með mikinn karakter. Eftir strandlengjunni er úrval tapasbara, kaffihúsa, veitingastaða og verslana ásamt flottum ströndum sem gerir Fuengirola að frábærum sumaráfangastað.

Gistingar á Costa del Sol svæðinu

Senator Banús Spa Hotel er glæsilegt 5 stjörnu lúxus hótel, eingöngu fyrir 18 ára og eldri, staðsett í Estepona hverfinu, í rólegu og einkar fallegu umhverfi á Costa del Sol. Hótelið er í 15 mínútna göngufjarlægð frá strönd. Ath akstur er ekki í boði fyrir Senator Banus.

Lesa meira

Best Siroco er 4 stjörnu nýuppgert fjölskylduhótel mjög vel staðsett í rólegu umhverfi en þó nálægt aðal ferðamannasvæði Benalmadena. Ströndin, smábátahöfnin og verslanir eru  í u.þ.b. 200 m fjarlægð, aðgengilegt  fyrir hótelgesti í gegnum neðanjarðargöng. Sundlaugar og Krakkaklúbbur fyrir börn. 

Lesa meira

Hotel Palmasol, Benalmádena er fallegt og gott 4 stjörnu hótel í rólegu umhverfi, beint á móti Puerto Marina smábátahöfninni og um 250 metra frá frá bestu ströndum Benalmádena,

Lesa meira

Hotel Fénix Torrimolinos er vinsælt 4 stjörnu "miðborgar" hótel, aðeins fyrir 18 ára og eldri, staðsett miðsvæðis í Torrimolinos.  Hótelið er í 170 metra fjarlægð frá Bajondillo ströndinni. 

Lesa meira

Hotel Monarque Fuengirola Park er staðsett í íbúðahverfi í Fuengirola, nokkrum metrum frá Las Gaviotas-ströndinni. Hótelið stendur í fallegum garði og er með sundlaug og ókeypis bílastæði. Ókeypis WiFi er til staðar hvarvetna.

Lesa meira

Melia Costa del Sol er afar vinsælt  4 stjörnu hótel, ekki síst vegna staðsetningar hótels við Paseo Maritimo sjávarsíðuna á Bajondillo strönd. Hótelið býður upp á ótrúlegt útsýni yfir Miðjarðarhafið af  þaksvæði hótelsins: Sky and Sea, sem opin er öllum gestum hótelsins.

Lesa meira

Sol Principe er frábært 4 stjörnu fjölskylduhótel staðsett við Playamar ströndina í Torremolinos. Suðrænn hótelgarður, sundlaugar og krakkaklúbbur "Katmandu Adventures gegn aukagjaldi.

 

Lesa meira

 Hotel Fuengirola Mediterráneo Real, er 4ja stjörnu íbúðahótel staðsett í hinu fallega þorpi Los Boliches sem tilheyrir hinum þekkta strandbæ Fuengirola. Rétt handan við hornið er að finna stórmarkaðinn "El Corte Inglés" ásamt úrvali af góðum veitingastöðum og notalegum börum.

Lesa meira

Aparthotel Monarque Sultán er 4 stjörnu íbúðahótel, staðsett við eitt vinsælasta svæði Marbella, Sierra Blanca. Íbúðirnar eru með einu svefnherbergi, velútbúnar með eldhúskrók og stór verönd. Hótelið er um 150 metra frá strönd þar sem hægt er að njóta útsýnis út&

Lesa meira

Occidental Fuengirola hótelið er glæsilegt 4 stjörnu hótel, nýuppgert í hjarta Costa del Sol. Staðsett við göngugötuna sem liggur meðfram ströndinni og stutt að fara í miðbæinn þar sem finna má úrval af veitingarhúsum, börum og verslunum.

Lesa meira

Best Triton er mjög gott 4 stjörnu hótel, einstaklega vel staðsett við strönd. Hótelið er rétt um  200 metra frá Torre Bermeja ströndinni og smábátahöfninni Benalmádena Puerto Marina þar sem finna má  frábæra veitingarstaði og bari. 

Lesa meira

Hotel Best Benalmádena er 4 stjörnu fjölskylduhótel, staðsett í strandbænum Benalmádena um 150 m. frá strönd. Á hótelinu er útisundlaug, heilsulind, líkamsrækt, barnalaug, barnaklúbbur og barnaleiksvæði.

Lesa meira

Senator Marbella Spa hotel er mjög gott 4 stjörnu hótel. Frá hótelinu er  frábært útsýni yfir hafið og er hótelið staðsett aðeins 300 metra frá Guadalpin ströndinni, í hjarta Marbella á svokallaðri Gullnu mílu, sem er eitt  besta svæði Andalúsíuborgar.

Lesa meira

Puente Real Hotel er 4 stjörnu fjölskylduhótel staðsett í hjarta Costa del Sol, í 20 mínútna göngufæri við miðbæinn, 30 metrar í strönd  og 10 mín í næsta golfvöll Parador Málaga Golf. Á hótelinu er fjölbreytt skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna og barnaklúbbur.

Lesa meira

Hotel Alay er einkar vel staðsett 4 stjörnu hótel, eingöngu fyrir 16 ára og eldri, aðeins 50 metra frá strönd  og í léttu göngufæri við Puerto Marina í Benalmádena.

 

Lesa meira

Hotel Veramar apartments er 4 stjörnu íbúðahótel, staðsett nálægt miðbæ Fuengirola og í 10 mín göngufjarlægð frá strönd. Sky bar hótelsins býður upp á glæsilegt útsýni yfir Fuengirola

Lesa meira

AluaSoul Costa Malaga er nýuppgert og gott 4 stjörnu hótel,  staðsett í Torremolinos og stutt frá strönd. Hótelið er með útisundlaug, veitingastað og bari. Mælt er með þessu hóteli fyrir 16 ára og eldri.

Lesa meira

AluaSun Costa Park er prýðilegt 4 stjörnu fjölskylduhótel, staðsett í Torremolinos, í um það bil 1.5 km fjarlægð frá Playamar ströndinni. Á hótelinu er vatnagarður með rennibrautum!

Lesa meira

AluaSun Lago Rojo er 4 stjörnu strandarhótel, fyrir 16 ára og eldri, staðsett í La Carihuela og býður upp á allt sem þú þarft til að njóta tilverunnar í sólinni, frábær staðsetning við strönd. 

Lesa meira

Occidental Torremolinos er fallegt og vel staðsett 4 stjörnu hótel, nánast við Los Alamos ströndina.  Hótelið er með útisundlaug, veitingastað, bar. Hótelið er nýuppgert (2021) og er frábært fyrir fjölskyldur.

Lesa meira

Aluasun Marbella Park er 4 stjörnu fjölskylduhótel, staðsett stutt frá strönd og áhugaverðum stöðum miðsvæðis í Marbella, útisundlaug og flottur vatnagarður fyrir börn.

Lesa meira

Myramar íbúðahótelið í Fuengirola er gott 3ja stjörnu íbúðahótel sem er eins og litið þorp, um 230 íbúðir, ýmist með einu eða tveim svefnherbergjum eða studíó. Hótelið býður upp á úrval tómstunda og þjónustu fyrir alla fjölskylduna og er í 10 mín.göngufjarlægð

Lesa meira

Monarque Torreblanca er 3ja stjörnu hótel staðsett í miðbæ Costa del Sol og í 100 metra fjarlægð frá Torreblanca ströndinni.

Lesa meira

Hotel Sol Timon er íbúðahótel sem er staðsett við göngugötuna, við sjávarsíðuna með beinu aðgengi að hinni stórfenglegu La Carihuela strönd á Montemar svæðinu. Falleg almenningssvæði, garðar og sundlaugar með sjávarútsýni. Í kringum sundlaugina er verönd með sólstólum og sólhlífum. 

Lesa meira